Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pekanhnetu salsa

mbl.is/

Íslensk­ir myglu­ost­ar eru sí­vin­sæl­ir á veislu­borðum lands­manna en það vita það kannski ekki all­ir að þeir passa líka full­kom­lega á grillið! Hvort sem þú set­ur þinn upp­á­hald­sost á ham­borg­ar­ann, grilluðu ostap­izzuna nú eða nýt­ur þess að grilla hann ein­an sér, má með sanni segja að úr verði al­gjört sæl­gæti sem verður erfitt að stand­ast. Það besta við grillaðan mat – fyr­ir utan dá­sam­legt bragðið – er líka hversu ein­föld eld­un­araðferðin er og því er upp­lagt að leyfa hug­mynda­flug­inu að njóta sín og prófa sig áfram með for­rétti, aðal­rétti og eft­ir­rétti. 

Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pekanhnetu salsa

Vista Prenta
Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pek­an­hnetu salsa

Smá­rétt­ur fyr­ir 4-6

  • 2 stk. Dala Höfðingi
  • 1 lít­ill bakki jarðarber
  • 1 dl ristaðar og saxaðar pek­an­hnet­ur
  • 1 góð hand­fylli ferskt basil
  • 1 msk. bal­sa­mike­dik
  • 1 msk. hun­ang
  • Svart­ur nýmalaður pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið jarðarber­in smátt ásamt basil og setjið í skál.
  2. Bætið rest af hrá­efn­um út í og hrærið aðeins sam­an. Smakkið til með svört­um pip­ar og e.t.v. hun­angi ef þarf. Setjið til hliðar.
  3. Hitið grill við meðal­hita.
  4. Leggið ost­inn beint á grillið eða á bút af álp­app­ír.
  5. Lokið grill­inu og grillið ost­inn í u.þ.b 5 mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til hann er mjúk­ur í gegn.
  6. Færið ost­inn var­lega yfir á lítið fat, toppið með jarðarberja salsa og berið fram strax með ristuðu bagu­ette eða kexi.
Thinkstock
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert