Kókosmúffur með bláberjum

Ilmurinn af þessum múffum er ómótstæðilegur.
Ilmurinn af þessum múffum er ómótstæðilegur. mbl.is/Winnie Methmann

Múffur eru svo einfaldar að gera þar sem öllu er yfirleitt hent saman í eina skál. Þessar eru afar ljúffengar og munu renna ljúft niður.

Kókosmúffur með bláberjum

  • 1 sítróna
  • 1 vanillustöng
  • 100 g kókosmjöl
  • 40 g hveiti
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g smjör
  • 1 egg
  • 50 g sykur
  • 50 g frosin bláber
  • 6 múffuform

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 150°C.
  2. Rífið börkinn af sítrónunni. Skrapið innan úr vanillustönginni og blandið saman við rifinn sítrónubörk, kókosmjöl, hveiti og salt.
  3. Bræið smjör í potti og blandi út í kókosblönduna.
  4. Pískið egg og sykur saman í skál þar til ljóst og létt og veltið upp úr kókosblöndunni með sleif.
  5. Setjið frosnu bláberin út í deigið.
  6. Hellið deiginu í muffinsformin og bakið í 20 mínútur þar til gylltar á toppnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert