Það er alltaf gaman að prófa nýjar uppskriftir og er þessi með þeim glæsilegri í dag. Hér um ræðir eplaköku í alveg nýju útliti og er einstaklega falleg á að líta. Þessi er fyrir þá sem elska að standa í eldhúsinu og dunda sér við baksturinn og að skreyta.
Gamla góða eplakakan með tvisti
- 40 g eggjahvítur
- 40 g sykur
- 40 g flórsykur
- 1 msk makron rasp
Eplafylling:
- 150 g epli (sirka 2 epli)
- 50 g dökkur strásykur
- Safi úr ½ sítrónu
Kefir-múss:
- 2 matarlímsblöð
- 15 g sykur
- 1,5 dl rjómi
- 1,5 dl kefir
Vanillugljái:
- 3 matarlím
- 75 g síróp
- 75 g sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 45 g vatn
- 50 g soðin mjólk
- 75 g hvítt súkkulaði
Annað:
- 2 dl rjómi
- Blóm (má sleppa)
- Handfylli makron rasp
Aðferð:
Marengsstangir:
- Pískið eggjahvíturnar þar til loftkenndar og bætið sykrinum við. Pískið áfram þar til útkoman verður að seigum marengs.
- Sigtið flórsykurinn út í blönduna og veltið rólega saman.
- Hellið marengsinum í sprautupoka með mjóum hringlaga stút.
- Sprautið marengsstöngum á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Stráið makron raspi yfir og bakiðí ofni við 110° í 35 mínútur.
Eplafylling:
- Skrælið eplin og skerið í litla bita.
- Setjið eplabita, sykur og sítrónusafa í pott og látið sjóða í 10 mínútur þar til eplin eru orðin karamellukennd.
- Leyfið eplafyllingunni að kólna.
Kefir-múss:
- Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 20 mínútur.
- Vermið sykur og ½ dl af rjóma í potti, við lagan hita (má ekki sjóða). Þeytið á meðan restinni af rjómanum.
- Takið pottinn af hellunni og hrærið matarlímsblöðunum út í. Því næst kemur 0,5 dl af kefir út í blönduna og blandast létt saman og þar á eftir restin af kefirnum.
- Bætið þeytta rjómanum út í smátt og smátt og setjið í sprautupoka. Sprautið til helminga í sílíkonfrom (Fashion éclare 80 mm) og leggið rólega 1-2 tsk af eplafyllingu í miðjuna á mússinu. Passið að recast ekki út í kantana.
- Geymið 1,5 msk af eplafyllingu þar til á eftir.
- Fyllið því næst sílíkonformið upp með kefir-mússinu.
- Skrapið yfirborðið slétt og setjiðí frysti í 4 tíma eða þar til daginn eftir.
Vanillugljái:
- Leggið matarlímið í kalt vatn í 20 mínútur.
- Setjið síróp, sykur, vanillusykur og vatn í pott og hitið upp að suðu eða þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið niðursoðinni mjólk út í takið af hitanum.
- Blandið matarlíminu varlega út í massann.
- Hakkið súkkulaðið og setjið í háa könnu og hellið massanum úr pottinum yfir súkkulaðið. Notið töfrasprota til að blanda massanum við súkkulaðið. Litlar loftbólur gætu myndast sem má skrapa burt með sleif.
- Setjið plast yfir súkkulaðiblönduna og látið kólna niður í 35°.
- Losið kefir-mússið úr forminu og setjið á rist. Leggið eitthvað undir fyrir það sem mun leka niður.
- Hellið gljáanum yfir frosnu múss-kökurnar.
Annað:
- Pískið rjóma og setjið í sprautupoka.
- Setjið múss-kökurnar á disk og sprautið þeyttum rjóma ofan á.
- Skreytið kökurnar með restinni af eplafyllingunni, makron raspi, blómum og marengsstöngum.