Nei halló girnilegi taco-réttur! Það verður ekki sumarlegra en þessi mexíkóski réttur með vel krydduðum risarækjum og jarðarberjasalsa.
Rækju-tortilla með geggjuðu jarðarberjasalsa
- 300 g risarækjur
- 2 msk. ólífuolía
- 1 msk. sítrónusafi
- 1 tsk. papríkukrydd
- 2 tsk. oregano
- 1 tsk. kóríander
- 1 stórt hvítlauksrif
- Salt og pipar
Jarðarberjasalsa:
- 1 dós svartar baunir
- 200 g fersk jarðarber
- 1 lítill rauðlaukur
- Handfylli ferskt kóríander
- 1 lime
- 1 msk. ólífuolía
- 1 tsk. hunang
- Salt og pipar
Annað:
- 8 litlar tortillakökur
- Salat
Aðferð:
- Hreinsið rækjurnar en látið halann sitja eftir. Leggið rækjunar í skál og setjið olíu, sítrónusafa, papríkukrydd, oregano, kóríander, pressaðan hvítlauk, salt og pipar. Hrærið í og látið rækjurnar marínerast á meðan þú útbúrð salsað.
Jarðarberjasalsa:
- Hellið af baununum og skolið í sigti. Hreinsið jarðarberin og skerið í litla bita.
- Saxið rauðlaukinn smátt ásamt kóríander.
- Blandið svörtum baunum, jarðarberjum, rauðlauk og kóríander í skál. Pressið limesafa yfir og setjið olíu og hunang. Blandið saman og smakkið til með salit og pipar.
Samsetning:
- Steikið rækjurnar á heitri pönnu þar til gylltar og gegnumsteiktar. Passið að ofsteikja þær ekki annars verða þær seigar.
- Hitið tortillakökurnar, skolið salatið og saxið gróflega.
- Fyllið tortillakökurnar með salati, jarðarberjasalsa og rækjum. Berið fram strax.