Rækju-tortilla með geggjuðu jarðarberjasalsa

Sumarið leynist í þessum rétti.
Sumarið leynist í þessum rétti. mbl.is/Winnie Methmann

Nei halló girnilegi taco-réttur! Það verður ekki sumarlegra en þessi mexíkóski réttur með vel krydduðum risarækjum og jarðarberjasalsa.

Rækju-tortilla með geggjuðu jarðarberjasalsa

  • 300 g risarækjur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. papríkukrydd
  • 2 tsk. oregano
  • 1 tsk. kóríander
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • Salt og pipar

Jarðarberjasalsa:

  • 1 dós svartar baunir
  • 200 g fersk jarðarber
  • 1 lítill rauðlaukur
  • Handfylli ferskt kóríander
  • 1 lime
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. hunang
  • Salt og pipar

Annað:

  • 8 litlar tortillakökur
  • Salat

Aðferð:

  1. Hreinsið rækjurnar en látið halann sitja eftir. Leggið rækjunar í skál og setjið olíu, sítrónusafa, papríkukrydd, oregano, kóríander, pressaðan hvítlauk, salt og pipar. Hrærið í og látið rækjurnar marínerast á meðan þú útbúrð salsað.

Jarðarberjasalsa:

  1. Hellið af baununum og skolið í sigti. Hreinsið jarðarberin og skerið í litla bita.
  2. Saxið rauðlaukinn smátt ásamt kóríander.
  3. Blandið svörtum baunum, jarðarberjum, rauðlauk og kóríander í skál. Pressið limesafa yfir og setjið olíu og hunang. Blandið saman og smakkið til með salit og pipar.

Samsetning:

  1. Steikið rækjurnar á heitri pönnu þar til gylltar og gegnumsteiktar. Passið að ofsteikja þær ekki annars verða þær seigar.
  2. Hitið tortillakökurnar, skolið salatið og saxið gróflega.
  3. Fyllið tortillakökurnar með salati, jarðarberjasalsa og rækjum. Berið fram strax.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert