Svona gerir þú sultaðan rabbabara

Sultaður rabbabari er algjört lostæti.
Sultaður rabbabari er algjört lostæti. mbl.is/Spisbedre.dk

Rabbabari verður sífellt vinsælli með árunum og víða erlendis má finna rétti á matseðlum fínustu veitingarhúsa sem innihalda rabbabara. Sultaður rabbabari er líka fullkominn til að bragðbæta salatið eða heimabakaðar kökur – enda smakkast hann eins og sumarið sjálft.

Hér er uppskrift að sultuðum rabbabara sem við mælum með að prófa. En sýrópið sem situr eftir í krukkunni má vel nota sem sósu út á ís, jógúrt eða hafragraut.

Sultaður rabbabari

  • 200 g rabbabari
  • ½ vanillustöng
  • 100 g sykur
  • 1½ dl vatn

Aðferð:

  1. Hreinsið rabbabarann og skerið í þunnar skífur. Leggið í krukku eða annarskonar ílát.
  2. Skrapið kornin úr vanillustönginni og setjið bæði kornin, belginn, sykur og vatn í pott og hitið. Takið af hitanum þegar sykurinn hefur leysts upp. Hendið þá vanillubelginum.
  3. Hellið heitu sykurlaginu yfir rabbabarann og lokið ílátinu. Setjið í kæli til næsta dags.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert