Bleikjan klikkar aldrei

Kristinn Magnússon

Hér erum við með úr­vals­upp­skrift úr smiðju Anítu Asp­ar Ing­ólfs­dótt­ur á RÍÓ Reykja­vík. Bleikja er sí­vin­sæl á grillið enda sér­lega meðfæri­leg og bragðgóð.

Bleikj­an klikk­ar aldrei

Vista Prenta

Grilluð bleikja

Bleikj­an hreinsuð og þurrkuð vel. Sítr­ónu nuddað á fiski­hliðina og svo er hún krydduð með salti og sítr­ónupip­ar. Grillið verður að vera hreint og mjög heitt. Mér finnst best að setja olíu í tusku og renna aðeins yfir grillið, þá eru minni lík­ur á því að bleikj­an fest­ist á. Grillað á roðhliðinni í um það bil 90 sek­únd­ur og ör­stutt á fiski­hliðinni. Tím­inn fer auðvitað eft­ir því hvaða hiti næst og helst á grill­inu.

Kart­afl­an

Heil bök­un­ar­kartafla tek­in og soðin í 15 mín­út­ur með rós­marín­grein í vatn­inu, þá er hún skor­in í þykka sneið, sett vel af salti og smá smjör og grilluð þar til mjúk í gegn.

Grillaður asp­as

Mér finnst best að setja asp­asinn í sjóðandi vatn í 2 mín­út­ur og kæla svo hratt niður. Síðan er hann grillaður á heitu grilli og kryddaður með salti.

Grilluð plóma

Skor­in í tvennt, steinn­inn tek­inn út og hún smurð með olíu, sítr­ónu og salti. Grilluð á hvorri hlið í sirka 1 mín­útu.

Pestó jóg­úrtsósa

  • 300 gr grísk jóg­úrt
  • 300 gr basil pestó

Ein­fald­lega hrært sam­an.

Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Matur »

Fleira áhugavert