Ógleymanlegur pastaréttur

Einfalt og gott er okkur að skapi.
Einfalt og gott er okkur að skapi. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Hér ræðir um pastarétt sem fær þig til að gleyma stað og stund. Þú munt ekki hugsa um neitt annað en hvernig bragðlaukarnir dansa í kringum munnvikin í þessum frábæra pastarétti.

Ógleymanlegur pastaréttur 

  • 1 stór laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 200 g sveppir, blandaðir
  • 400 g pasta, tagliatelle
  • Ferskt timían
  • 2 dl rjómi
  • 1 msk. rifinn sítrónubörkur
  • Múskat
  • Salt og pipar
  • 2 mozzarella kúlur

Aðferð:

  1. Skerið laukinn smátt, skerið sveppina í sneiðar og pressið hvítlaukinn. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Léttsteikið hvítlauk, lauk og ferskt timían á pönnu með ólífuolíu. Hækkið því næst hitann undir pönnunni og steikið sveppina með þar til þeir hafa tekið góðan lit. Lækkið aftur undir og bætið rjómanum út í ásamt rifnum sítrónuberki og smakkið til með múskati, salti og pipar. Látið sjóða í smá stund.
  3. Setjið 0,5 dl af pastavatninu út á pönnuna og hellið restinni af pastavatninu af. Setjið pastað út á pönnuna og blandið saman.
  4. Berið fram með ferskum mozzarella, timían, sítrónuberki, salti og pipar.
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert