Hættulega gott keto salat

Brjálæðislega gott ketó salat - gjörið svo vel.
Brjálæðislega gott ketó salat - gjörið svo vel. mbl.is/Park Feierbach

Þetta er eitt af þeim salöt­um sem smakk­ast jafn­vel enn bet­ur dag­inn eft­ir. Hér er al­gjör­lega frá­bært ketó sal­at á boðstóln­um sem inni­held­ur brok­kolí, möndl­ur og æðis­lega dress­ingu. Ef þú ert græn­met­isæta má vel skipta út bei­kon­inu með avoca­do.

Hættulega gott keto salat

Vista Prenta

Hættu­lega gott keto sal­at

  • Sjáv­ar­salt salt
  • 3 brok­kolí haus­ar, skorn­ir í litla munn­bita
  • ½ bolli rif­inn chedd­ar ost­ur
  • ¼ rauður lauk­ur, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • ¼ bolli ristaðar möndlu­f­lög­ur
  • 3 beikonsneiðar, skorn­ar í litla bita
  • 2 msk. söxuð stein­selja 

Dress­ing:

  • ⅔ bolli maj­ónes
  • 3 msk. epla edik
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • sjáv­ar­salt
  • pip­ar

Aðferð:

  1. Hellið 6 boll­um af vatni ásamt smá salti í meðal­stór­an pott og hitið að suðu.
  2. Sjóðið brok­kolíið í 1-2 mín­út­ur og leggið því næst í ískalt vatn og látið kólna. Dreypið síðan allt vatn af brok­kolí­inu.
  3. Útbúið dress­ing­una með því að blanda öll­um hrá­efn­um sam­an og smakkið til með salti og pip­ar.
  4. Setjið öll hrá­efn­in sem til­heyra sal­at­inu í stóra skál og hellið dress­ing­unni yfir. Blandið vel sam­an og geymið í ís­skáp þar til bera á fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka