Geggjað humarsalat í brauði

Hversu girnilegt! Humarsalat í pylsubrauði er algjört sælgæti.
Hversu girnilegt! Humarsalat í pylsubrauði er algjört sælgæti. mbl.is/Winnie Methmann

Hér bjóðum við upp á al­veg meiri hátt­ar humar­rétt sem bor­inn er fram í pylsu­brauði. Þessi hent­ar í bröns­inn, kvöld­mat­inn, vin­kvenna­hitt­ing­inn eða við það tæki­færi þegar þig lyst­ir.

Geggjað humarsalat í brauði

Vista Prenta

Geggjað humarsal­at í pylsu­brauði

  • 300 g hum­ar
  • 1 sell­e­rí
  • 1 dl gott maj­ónes
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • Salt og pip­ar
  • 1 búnt af græn­um asp­as
  • 1 gúrka
  • ½ sítr­óna
  • Hand­fylli ferskt dill
  • 8 pylsu­brauð
  • Ice­berg sal­at
  • Aðferð:

    1. Fjar­lægið humar­inn úr skel­inni og hreinsið.
    2. Skerið sell­e­rí í þunn­ar skíf­ur. Blandið sam­an sell­e­rí, maj­ónesi, sítr­ónusafa, salti og pip­ar ásamt humar­höl­um.
    3. Skolið asp­asinn og brjótið end­ann af. Notið kart­öflu­skræl­ara til að skræla asp­asinn niður.
    4. Skolið gúrk­una og skerið hana líka með kart­öflu­skræl­ara.
    5. Blandið asp­as og gúrku sam­an í skál og pressið sítr­ónusafa yfir. Hakkið dill smátt og blandið sam­an við.
    6. Hitið pylsu­brauðin og skerið sal­atið. Fyllið pylsu­brauðin með ice­berg sal­ati, humarsal­ati, asp­as-gúrku-sal­at­inu. Berið fram strax.
    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Matur »

    Fleira áhugavert
    Loka