Hér bjóðum við upp á alveg meiri háttar humarrétt sem borinn er fram í pylsubrauði. Þessi hentar í brönsinn, kvöldmatinn, vinkvennahittinginn eða við það tækifæri þegar þig lystir.
Geggjað humarsalat í pylsubrauði
300 g humar
1 sellerí
1 dl gott majónes
1 msk. sítrónusafi
Salt og pipar
1 búnt af grænum aspas
1 gúrka
½ sítróna
Handfylli ferskt dill
8 pylsubrauð
Iceberg salat
Aðferð:
- Fjarlægið humarinn úr skelinni og hreinsið.
- Skerið sellerí í þunnar skífur. Blandið saman sellerí, majónesi, sítrónusafa, salti og pipar ásamt humarhölum.
- Skolið aspasinn og brjótið endann af. Notið kartöfluskrælara til að skræla aspasinn niður.
- Skolið gúrkuna og skerið hana líka með kartöfluskrælara.
- Blandið aspas og gúrku saman í skál og pressið sítrónusafa yfir. Hakkið dill smátt og blandið saman við.
- Hitið pylsubrauðin og skerið salatið. Fyllið pylsubrauðin með iceberg salati, humarsalati, aspas-gúrku-salatinu. Berið fram strax.