Hann klikkar hvorki á aðalréttinum né meðlætinu, sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver. Grilluð flatbrauð eru algjört lostæti sama hvort þau berð þau fram sem meðlæti eða sem léttan rétt.
Grilluð flatbrauð að hætti Jamie Oliver
- 1 tsk cummin
- 250 g heilhveiti
- ¾ tsk lyftiduft
- Ólífuolía
- 350 g hrein jógúrt
- 2 avocado
- 75 g fetaostur / fetakubb
- 1 tsk rose harissa
Aðferð:
- Ristið cummin léttilega á pönnu og setjið í skál.
- Bætið hveitinu út í, lyftidufti ásamt 250 g af jógúrtinu og hrærið saman.
- Setjið deigið á hveitistráð borðið og haldið áfram að hnoða deigið. Setjið í skál með röku viskastykki og leggið til hliðar.
- Skerið avocado í bita og setjið í skál. Setjið fetaost saman við og dreipið olíu yfir og kryddið eftir smekk.
- Takið fram aðra skál og blandið saman harissa við restina af jógúrtinni.
- Skiptið deiginu í 8 bita, og rúllið hverjum út í sporöskjulaga form (um 3 mm á þykktina).
- Hitið grillpönnu á háum hita (eða aðra pönnu) og grillið hvert og eitt brauð í 2-3 mínútur þar til það lyftist upp – munið að snúa.
- Þegar brauðin eru tilbúin er gott að pensla þau með ólífuolíu og bera fram með avocado salati ásamt harissa jógúrt.
„Nakti kokkurinn“ eins og Jamie Oliver var lengi kallaður.
mbl.is/Jamie Oliver