Túnfisksalat er ein af undirstöðufæðutegundum okkar Íslendinga og það er ekki sama hvernig gott salat er gert. Margir halda sig við hina hefðbundnu blöndu og veigra sér jafnvel við að nota salt og pipar á meðan aðrir eru ögn djarfari. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Lindu Ben sem segist mikil talskona þess að nota rjómaost úr í túnfisksalat.
„Lengi vel smurði ég rjómaostinum undir túnfiskasalatið eða þangað til ég prófaði að blanda honum saman við salatið og eftir að ég prófaði það var ekki aftur snúið. Ég ætla bara að segja það hreint út, Heinz majónesið er besta majónes sem ég hef prófað! Það er afbrigða bragðgott, létt og ótrúlega mjúkt. Heinz majónesið er nýtt á markaði en það er alveg klárlega komið til að vera. Eins og er þá fæst það í Nóatúni og Fjarðarkaup."
Dúnamjúkt túnfiskasalat með rjómaosti
Aðferð: