Langbesta ostakakan með Daim

Ostakaka með Daim sem þú getur ekki látið framhjá þér …
Ostakaka með Daim sem þú getur ekki látið framhjá þér fara. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Þessi kaka er hreint út sagt ómissandi og algjör óþarfi að eyða of mörgum orðum í það. Hér er uppskrift að ostaköku með kexbotni, karamellusósu og Daim – verði ykkur að góðu!

Langbesta ostakakan með Daim

Kexbotn:

  • 250 g Digestive kex
  • 120 g smjör, bráðið

Rjómaostakrem:

  • 400 g Philadelphia eða annar hreinn rjómaostur
  • 120 g flórskykur
  • Kornin úr 2 vanillustöngum eða 1 msk vanillusykur
  • ½ l rjómi
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 2 pakkar Daim, saxað

Karamellusósa:

  • 2 pokar Wherters Original karamellur
  • 1 dl rjómi
  • Salt á hnífsoddi

Skraut:

  • Daim, gróflega saxað

Aðferð:

Kexbotn:

  1. Hakkið kexið í matvinnsluvél, þannig að það verði alveg fínt. Bræðið smjörið og blandið því vel saman við kexið. Hellið massanum í smelluform klætt bökunarpappír í botninn (23 cm). Pressið massanum vel niður og setjið í ísskáp á meðan þú útbýrð ostakremið.

Rjómaostakrem:

  1. Þeytið rjómaostinn, vanilluna, flórsykurinn og sítrónusafann saman í skál. Þeytið rjómann í annari skál. Veltið rjómanum í ostakremið og bætið grófhökkuðu Daim út í. Setjið bökunarplast í smelluformið og dreifið rjómaostakreminu á kexbotninn og setjið í kæli í nokkra tíma – gjarnan yfir nótt.

Karamellusósa:

  1. Útbúið sósuna rétt áður en bera á kökuna fram. Bræðið karamellurnar í potti og hrærið rjómanum út í ásamt salti. Þegar karamellan og rjóminn hafa blandast vel saman, hellið þá í glas eða könnu svo einfaldara verði að hella karamellunni yfir kökuna.
  2. Losið kökuna úr forminu og skreytið með grófsöxuðu Daim og karamellusósu.
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert