Kaffi-marengs með ís í boði Nicolas Vahé

Þessi bomba er ómissandi með kaffinu.
Þessi bomba er ómissandi með kaffinu. mbl.is/Nicolas Vahé - Ísland

Sælkeravörurnar frá Nicolas Vahé eru hreint út sagt ómótstæðilegar. Oftar en ekki birtast uppskriftir á samfélagsmiðlunum sem erfitt er að líta framhjá. En þessi bomba er með þeim girnilegri sem við höfum séð. Það er komin kaffi marengs ís-terta á borðið – verði ykkur að góðu.

Kaffi-marengs með ís í boði Nicolas Vahé

  • 7 eggjahvítur
  • 250 gr sykur
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. Nicholas Vahé kaffi (mjög sterkt)
  • 2 ísdollur Haagen Dazs vanilla
  • 14 tsk möndlur saxaðar
  • 2½ tsk Nicolas Vahé malað kaffi
  • Nicolas Vahé sjávarsalt
  • 1 plata Síríus 70% súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200°C.
  2. Stífþeytið eggjahvítur, sykur og bætið síðan lyftidufti út í.
  3. Klæðið tvær bökunarplötur með bökunarpappír og mótið 2 hringi með marengsinum.
  4. Dreifið ½ tsk af sterku kaffi yfir sitthvorn marengsinn og setjið inn í ofn og lækkið niður í 115°C og bakið í 60 mínútur.
  5. Setjið ís í hrærivél og bætið súkkulaðinu út í, möndlum og kaffi. Hrærið saman í um hálfa mínútu. Smyrjið ískreminu ofan á annan marengsbotninn og dreifið smáveigis af sjávarsalti yfir. Leggið seinni botninn ofan á og berið fram með rjúkandi heitum  kaffibolla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert