Það jafnast ekkert á við vel steikt beikon, sérstaklega þegar við ætlum að bera það fram fyrir gesti. En beikon á það oft til að krullast of mikið eða jafnvel brenna og verður hin mesta áskorun í eldhúsinu – en hér koma ráð við því.
- Áður en þú leggur beikonið á pönnuna skaltu stinga í það með tannstöngli. Þannig kemur þú í veg fyrir að það spýti miklu af fitunni út til hliðanna og-eða brennist.
- Næst þegar þú steikir beikon skaltu setja það á kalda pönnuna og hella vatni yfir svo það nái að beikoninu. Kveiktu svo undir, en ekki á hæsta hita, og leyfðu vatninu að sjóða niður.
- Með því að leggja beikonið aðeins í bleyti eins og sagt er hér fyrir ofan kemur þú einnig í veg fyrir of mikla brælu. En beikonið mun alltaf verða stökkt og alveg eins og þú vilt hafa það.
- Þú getur líka lagt beikon inn í ofn og steikt það þar við 180° í 10-15 mínútur.