Klístraðir kjúklingavængir

Klístraðir og svakalega góðir kjúklingavængir með ristuðum sesamfræjum.
Klístraðir og svakalega góðir kjúklingavængir með ristuðum sesamfræjum. mbl.is/Damndelicious.net

Þetta er akkúrat það sem við þurfum um helgina. Vinda ofan af okkur eftir vikuna og gæða okkur á klístruðum kjúklingavængjum og kannski einum ísköldum öl ef út í það er farið.

Klístraðir kjúklingavængir

  • 1,5 kg kjúklingavængir
  • Sjávarsalt og pipar
  • 1,5 msk. lyftiduft
  • ⅓ bolli ostru sósa
  • ⅓ bolli Huntz tómatsósa
  • 2 msk appelsínumarmelaði
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. chili hvítlauks sósa, eða meira eftir smekk
  • 3 vorlaukar, skornir smátt
  • 1 tsk. ristuð sesam fræ

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 220°C.
  2. Þurrkið vængina með eldhúsrúllu. Blandið saman í stórri skál, kjúklingavængjum, 1,5 tsk. salt, 1 tsk. pipar og lyftidufti.
  3. Setjið vængina á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í ofni í 40-45 mínútur, munið að snúa vængjunum þegar helmingur af tímanum er liðinn.
  4. Hitið pott á meðal hita, setjið ostru sósu, tómatsósu, marmelaði, dijon sinnep, hunang og chili hvítlauks sósu í pottinn og hitið að suðu. Hrærið stöðugt í þar til sósan þykknar í 2-3 mínútur.
  5. Stillið ofninn á grill. Setjið álpappír á bökunarplötu og bökunarpappír þar yfir.
  6. Setjið helminginn af ostrusósunni í stóra skál og setjið vængina þar ofan í. Raðið síðan vængjunum á bökunarplötuna og grillið (munið að snúa) í 3-5 mínútur. Pennslið þá restinni af ostrusósunni á vængina.
  7. Berið strax fram og skreytið með vorlauk og ristuðum sesam fræjum.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert