Mexíkósk ídýfa sem stelur senunni

Brjálæðislega góð mexíkósk ídýfa.
Brjálæðislega góð mexíkósk ídýfa. mbl.is/Liz Andrew/Erin McDowell

Þessi tryllta ídýfa er eins ekta mexíkósk og hún getur verið. Fullkomin þegar von er á góðum gestum, þú sérð um dippið og gestirnir koma með ölið.

Mexíkósk ídýfa sem stelur senunni (fyrir 6)

  • 2 msk. ósaltað smjör
  • 1 hvítur laukur, smátt skorinn
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 3 bollar af maís
  • 2 msk. hveiti
  • ½ bolli nýmjólk
  • ¼ bolli rjómi
  • 1,5 bollar ostur, rifinn
  • Nachos-flögur
  • ½ bolli kóríander, saxað
  • ½ bolli fetaostur
  • ½ bolli sýrður rjómi
  • ½ tsk. cayenne-pipar (eða meira eftir smekk)
  • 2 lime, skorin í báta

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á meðalhita í potti. Bætið lauk út í og steikið mjúkan í 4-5 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og steikið áfram í 1 mínútu.
  2. Setjið maísbaunirnar út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Bætið þá hveitinu saman við og hrærið stanslaust í 1 mínútu.
  3. Bætið við mjólk og rjóma og hitið að suðu – látið sjóða í 3-4 mínútur. Hrærið þá Montery Jack-ostinum saman við og látið alveg bráðna.
  4. Raðið tortilla-flögunum á bakka eða stóran disk og hellið blöndunni jafnt yfir.
  5. Stráið kóríander og cotija-ostinum yfir ídýfuna og „skvettið“ sýrðum rjóma yfir.
  6. Stráið cayenne-pipar yfir allt saman og berið strax fram með lime skífum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert