Guðdómlegar muffins með frosting og ferskum berjum

Sumarlegar og einstaklega bragðgóðar múffur með frosting og ferskum berjum.
Sumarlegar og einstaklega bragðgóðar múffur með frosting og ferskum berjum. mbl.is/Alexandra Ydevall

Ef þessar eiga ekki heima á kaffiborðinu í sumar þá á ekkert erindi þangað. Guðdómlegar muffins með sítrónumarengs og ferskum berjum.

Guðdómlegar muffins með frosting og ferskum berjum (12 stk)

  • 125 g smjör
  • 1 dl sykur
  • 1 dl hunang
  • 3 egg
  • 4,5 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 vanillusykur
  • 1 tsk. kardimommur
  • 1,5 dl grísk jógúrt frá Örnu
  • Blönduð ber, hindber, jarðarber og bláber

Frosting:

  • 1 sítróna
  • 200 g rjómaostur
  • 2 dl flórsykur
  • 1 dl rjómi
  • Bláberjaduft á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C. Hrærið smjör og sykur saman. Bætið hunangi út í og hrærið 1 egg saman við í einu.
  2. Blandið þurrefnunum saman við ásamt grísku jógúrtinni.
  3. Setjið muffinsform í muffinsmót (fyrir 12) og hellið deiginu í formin. Bakið í miðjum ofni í 15 mínútur og látið kólna. Takið þá úr pappírnum.

Frosting:

  1. Pressið safann út sítrónunni. Hrærið aðeins í rjómaostinum svo hann sé ekki kekkjóttur. Bætið flórsykri og sítrónusafa út í og því næst rjómanum smátt og smátt (meira eða minna af honum eftir þörfum).
  2. Setjið frostinginn í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Skreytið með bláberjadufti og ferskum berjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert