Fiski-taco með fersku grænmeti

Fiski-taco er skemmtileg tilbreyting við fiskrétti.
Fiski-taco er skemmtileg tilbreyting við fiskrétti. mbl.is/Spisbedre.dk

Það má svo sannarlega leika sér með fiskrétti eins og vel og maður getur. Hér er ein brakandi fersk uppskrift að fiski-taco með grænmeti og dásamlegri dressingu.

Fiski-taco með fersku grænmeti (fyrir 4)

  • 600 g kolmunni eða þorskur
  • 4 msk. rasp
  • 2 msk. ólífuolía
  • 8 taco-skeljar

Kryddolía:

  • 1 msk. þurrkaðar chili-flögur
  • 1 lime
  • 1 msk. ólífuolía
  • salt og pipar

Salat:

  • Hjartarsalat
  • 400 g tómatar
  • ½ gúrka

Hvítlauksdressing:

  • 200 g grísk jógúrt
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • Ferskt kóríander
  • Salt

Aðferð:

Kryddolía:

  1. Blandið chili-flögum við limesafa og rífið börkinn einnig utan af með rifjárni. Bætið við olíu, salti og pipar.
  2. Skerið fiskinn í minni bita og veltið upp úr kryddolíunni og því næst raspi.
  3. Steikið fiskinn upp úr olíu á pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið, þar til gylltur. Leggið til hliðar.

Salat:

  1. Skolið salatið og skerið niður. Skerið tómatana í teninga og gúrkuna í stafi.

Hvítlauksdressing:

  1. Hrærið grísku jógúrtina saman við marinn hvítlauk, hakkað kóríander og salt.
  2. Hitið taco-skeljarnar og berið fram með fiskinum, salatinu og dressingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert