Hér er ein af þessum kökum sem henta við hvert tilefni. Það þarf í raun ekki að vera neitt tilefni til að gæða sér á döðlutertu með marengs – því hún getur verið jafn hversdags eins og spari.
Dásamleg döðlukaka með marengs
Döðlukaka:
- 200 g ferskar döðlur án steins
- 1 tsk. natron
- 2 dl sjóðandi vatn
- 125 g smjör
- 180 g muscovado-sykur (óunninn hrásykur)
- 2 egg
- 175 g hveiti
- Salt á hnífsoddi
- 1 ½ tsk. lyftiduft
- ½ tsk. kanill
- Smjör
Marengs:
- 3 eggjahvítur
- 1 tsk. sítrónusafi
- 150 g sykur
Annað:
Aðferð:
- Döðlukaka: Hitið ofninn í 180°C. Hakkið döðlurnar gróflega og stráið natron yfir. Hellið sjóðandi heitu vatni yfir og látið standa í 5 mínútur. Blandið saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til döðlumassinn er orðinn sléttur.
- Pískið smjörið og muscavado-sykurinn saman í 5 mínútur. Hrærið eggjunum út í, eitt í einu og sigtið hveiti, salt, lyftidufti og kanil út í.
- Veltið döðlumassanum varlega út í sykurblönduna og hellið deiginu í smurt form, klætt bökunarpappír í botninn. Bakið í 35 mínútur – og látið kökuna kólna í forminu.
- Marengs: Stillið ofninn á 250°C. Pískið eggjahvíturnar vel og bætið sítrónusafa og 4 msk. af sykri út í. Haldið áfram að þeyta þar til hvíturnar eru orðnar alveg stífar. Veltið restinni af sykrinum út í með skeið.
- Fyllið sprautupoka með marengs og notið stóran stjörnulagaðan stút. Sprautið marengstoppum á kökuna og bakið í ofni í 10 mínútur, eða þar til topparnir eru gylltir að lit.