„Fínn og flottur“ – það má vel segja það um þennan fiskrétt sem við kynnum hér til leiks. Hráefni á borð við lime, hvítlauk og kókos mun leika við bragðlaukana sem aldrei fyrr.
Fínasti fiskréttur með kókos og lime
- 2 lime
- 100 g creamed coconut, skorið niður
- 1 grænn chilli, saxaður
- Handfylli kóríander
- Engifer, skorið niður
- 2 hvítlauksrif
- ½ tsk. fiskisósa
- 4 fiskbitar, hvítur fiskur að eigin vali
- Soðin hrísgrjón
- Brokkolí
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Rífið með rifjárni utan af limeberkinum og kreistið djúsinn úr. Blandið vel saman við chili, kóríander, kókos, engifer, hvítlauk og fiskisósu. Smakkið til og bætið við fiskisósu ef þörf er á.
- Setjið fiskinn á bökunarplötu og dreifið blöndunni yfir fiskinn. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til bakaður í gegn.
- Berið fram með soðnum hrísgrjónum og soðnum brokkolístönglum.