Við kunnum að sjóða egg, og þú kannt að sjóða egg – það er í raun ekki mjög flókið að sjóða egg. En, eggin eru svo sjóðandi heit þegar þau eru nýsoðin að við brennum okkur stundum á fingrunum við það eina að taka þau upp úr pottinum og hvað þá að ná skurninni af.
Eitt gott ráð þegar þú ert með pottinn fullan af heitum eggjum er að byrja á því að hella vatninu af. Því næst hristirðu pottinn til og frá með eggjunum í þannig að skurnin byrji að brotna utan af. Láttu renna kalt vatn á eggin og þannig fer vatnið inn á milli skurnarinnar og þau kólna fyrr. Og það verður auðveldara að ná skurninni af fyrir vikið.