Geggjaðar kjúklingabollur sem allir ættu að prófa

Bollur er sívinsæll hversdagsmatur.
Bollur er sívinsæll hversdagsmatur. mbl.is/Line Falck

Hér kynnum við til leiks hina fullkomnu miðvikudags uppskrift. Bollur eru sívinsælar á matarborðið og þessar munu rjúka hratt niður svanga maga.

Gúrme kjúklingabollur með tómatblöndu

  • 500 g Ali kjúklingabringur
  • 200 g spínat
  • 1 egg
  • Salt og pipar
  • 1 msk. ólífuolía

Tómatsósa:

  • 1 l tómatsósa frá Hunt´s
  • 1 msk. þurrkað oregano
  • 2 msk. balsamicedik
  • Salt og pipar

Annað:

  • 400 g  pasta

Aðferð:

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita og setjið í blandara eða hakkavél. Setjið helminginn af spínatinu saman við kjúklingin ásamt eggi, salti og pipar og hakkið vel.
  2. Mótið litlar bollur úr hakkinu og steikið á pönnu í 4 mínútur við meðalhita, eða þar til gegnumsteiktar.
  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  4. Tómatsósa: Hitið tómatsósuna, óreganó og balsamik í potti og smakkið til með salti og pipar.
  5. Berið kjúklingabollurnar fram með pasta, tómatsósu og spínati.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka