Bragðmikill kjúklingaréttur sem slær í gegn

Einstaklega bragðgóður indverskur réttur.
Einstaklega bragðgóður indverskur réttur. mbl.is/Stine Christiansen

Var einhver að biðja um indverskan? Þessi einfaldi réttur er mjög bragðmikill án þess að vera of sterkur. Hráefnin fá fullt hús stiga og hér getur ekkert klikkað.

Bragðmikill réttur en alls ekki sterkur

  • 4 kjúklingabringur
  • 25 g smjör
  • 2 msk. garam masala-paste
  • 1 laukur
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 100 g grísk jógúrt 10%
  • 160 ml kókosmjólk
  • 1 msk. sítrónusafi
  • ½ tsk. garam masala
  • Salt og pipar
  • Hrísgrjón
  • 40 g möndluflögur
  • 2 nanbrauð
  • 1 msk fersk mynta

Aðferð:

  1. Byrjið að sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í stóra bita og brúnið á pönnu upp úr smjöri og garam masala-paste.
  3. Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt og setjið út á pönnuna í nokkrar mínútur. Bætið hökkuðu tómötunum út í ásamt grískri jógúrt og kókosmjólk. Látið réttinn malla í 5 mínútur.
  4. Smakkið til með sítrónusafa, garam masala og salti og pipar.
  5. Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu. Hitið nanbrauðið í ofni eða í brauðrist. Dreyfið möndluflögunum og myntublöðunum yfir réttinn og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka