Við ættum að gera bökur sem þessar oftar. Bökur eru einfaldar að gera en afskaplega góðar – og eru tilvaldar sem léttur kvöldmatur.
Gómsæt aspasterta með tómötum
Tertudeig:
- 125 g hveiti
- 75 g gróft hveiti (heilhveiti, spelt)
- 1 tsk. salt
- 75 g smjör
- 2 msk. kalt vatn
- Ferkantað tertuform, 22x22 cm
Aspasfylling:
- 250 g grænn aspas
- 200 g litlir tómatar
- 3 egg
- 2,5 dl rjómi
- 1 tsk. dijon sinnep
- 1 tsk. estragon
- Salt og pipar
Hjartasalat með feta:
- Hjartasalat
- 1 msk. sítrónusafi
- 1 tsk. dijon sinnep
- 1 tsk. hunang
- 3 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
- 20 g pistasíuhnetur
- 100 g fetaostur (eða fetakubbur)
Aðferð:
Tertuteig
- Blandið hveiti, grófu hveiti og salti saman í skál. Skerið smjörið í litla teninga og muldrið út í deigið með fingrunum.
- Bætið köldu vatni út í deigið og hnoðið (ekki of mikið). Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið inn í ísskáp í 30 mínútur.
- Rúllið deiginu þunnt út á borði með smáveigis af hveiti. Leggið deigið í smurt mót, þannig að deigið þekji botninn og kantana að innanverðu. Skerið deig frá sem fer yfir kantana. Setjið í frysti í 1 tíma.
Aspasfylling
- Skolið aspasinn og brjótið endann af. Skerið aspasinn til þannig að hann passi í formið.
- Pískið egg, rjóma og sinnepið saman og kryddið með estragon, salti og pipar.
- Hitið ofninn á 200°C.
- Raðið aspasinum og tómötum á tertubotninn og hellið eggjamassanum yfir.
- Bakið tertuna í ofni í 25-30 mínútur eða þar til eggjamassinn er fastur.
Hjartasalat með feta
- Hrærið sítrónusafa, sinnep, hunangi og ólífuolíu saman og kryddið með salti og pipar.
- Raðið salatinu á disk og dreypið dressingunni yfir.
- Saxið pistasíurnar og stráið yfir bökuna. Myljið síðan fetaostinn og sáldrið yfir salatið.