Lax og kartöflur eru frábær samsetning en enn þá betra þegar rjóma er bætt saman við. Hér er einmitt einn slíkur réttur sem fær fullt hús stiga.
Ofnbakaður lax í rjómasósu
- 500 g frosið spínat
- 5 dl rjómi
- 100 g nýrifinn parmesan
- 1 tsk. múskat
- Salt og pipar
- 600 g lax
- ½ kg kartöflur
- 125 g blandað grænt salat
Aðferð:
- Látið spínatið þiðna í sigti. Pressið með skeið allan vökva úr spínatinu.
- Hrærið saman rjóma, parmesan, múskat, salt og pipar í skál.
- Skerið roðið frá laxinum og skerið laxinn í hæfilega stóra bita.
- Setjið spínatið í eldfast mót og hellið helmingnum af rjómablöndunni yfir. Setjið laxinn ofan á spínatið og kryddið með salti og pipar.
- Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar skífur með mandolínjárni. Leggið skífurnar yfir laxinn og hellið restinni af rjómablöndunni yfir kartöflurnar.
- Setjið inn í ofn í 40 mínútur þar til kartöflurnar og rjóminn hafa tekið lit. Berið fram með grænu salati.