Hlébarðabrauðið sem fólk er að tryllast yfir

Hversu geggjað brauð! Hlébarðabrauð er það allra heitasta í dag.
Hversu geggjað brauð! Hlébarðabrauð er það allra heitasta í dag. mbl.is/© nasilemaklover

Fólk er gjörsamlega að missa sig yfir bakstri á svokölluðu „hlébarðabrauði“ þar sem útlit þess minnir á blettóttan tígur. Í grunninn er brauðið gerdeig með smávegis af sykri og kakói. Deiginu er svo skipt upp í þrjá hluta og fær hver hluti sinn lit. Ef þetta er ekki brauðið til að koma gestum helgarinnar á óvart, þá er ekkert að fara að gera það.

Hlébarðabrauðið sem fólk er að tryllast yfir

  • 375 g hveiti
  • 35 g sykur
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. þurrger
  • 250 g mjólk
  • 20 g mjúkt smjör

Fyrir brúna bletti:

  • 15 g kakó
  • 10 g mjólk

Fyrir dökkbrúna bletti:

  • 6 g dökkt kakó
  • 5 g mjólk

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti, sykri, salti, þurrgeri og mjólk.
  2. Bætið smjöri út í og hnoðið þar til deigið er orðið slétt og fínt.
  3. Takið um 320 g af deiginu til hliðar og setjið í skál. Látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldað sig.
  4. Bætið mjólk og kakói út í restina af deiginu og blandið vel saman.
  5. Takið um 205 g af brúna kakódeiginu til hliðar og látið það hefast þar til það hefur tvöfaldað sig.
  6. Bætið dökku kakói og mjólk út í brúna kakódeigið og látið tvöfalda sig.
  7. Grunndeig (ljóst): Skiptið deiginu upp í 2x 55 g og 5x 40 g.
  8. Brúna deigið: Skiptið deiginu upp í 2x 38 g og 5x 25 g.
  9. Dökkbrúna deigið: Skiptið deiginu upp í 2x 36 g og 5x 23 g.
  10. Rúllið öllum deigbútunum út eins og sýnt er á myndinni og raðið saman. Skerið lengjurnar niður í þá lengd sem bökunarmótið er og raðið í.
  11. Látið brauðið hefast allt upp í 90% af forminu og þá undir loki. Mun liklegast taka um 1 tíma.
  12. Bakið í 180° heitum ofni í 30 mínútur. Hálftími er sirka tíminn á blæstri, svo stingið í brauðið til að kanna hvort það sé tilbúið. Berið fram með nutella.
Hér er búið að skipta deiginu upp og setja kakó …
Hér er búið að skipta deiginu upp og setja kakó saman við. mbl.is/© nasilemaklover
Litunum er skipt upp í ákveðið marga hluta.
Litunum er skipt upp í ákveðið marga hluta. mbl.is/© nasilemaklover
Samsetning.
Samsetning. mbl.is/© nasilemaklover
Lengjurnar skornar til svo þær passi í bökunarmót.
Lengjurnar skornar til svo þær passi í bökunarmót. mbl.is/© nasilemaklover
mbl.is/© nasilemaklover
mbl.is/© nasilemaklover
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert