Svona gerir þú tómata að besta meðlætinu

Sólkysstir tómatar eru dásamlegir með öllum mat.
Sólkysstir tómatar eru dásamlegir með öllum mat. mbl.is/Park Feierbach

Við elskum sólina og sumarið og við elskum líka tómata. Þessir litlu bragðgóðu boltar henta nánast með öllum mat. Hér eru tómatarnir þurrkaðir og því fullkomnir í salat, pasta eða sem snakk. Og þú getur geymt þá í allt að sex mánuði í frysti og tekið út eftir þörfum.

Sólkysstir tómatar eins og sumarið

  • 2 tómatabúnt, cherry tómatar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. þurrkað oreganó
  • sjávarsalt
  • pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 225°C og leggið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Skerið tómatana til helminga og setjið í skál ásamt ólífuolíu, oregano, salti og pipar.
  3. Raðið tómötunum á bökunarpappírinn með skornu hliðina upp.
  4. Ristið í ofni í 4-5 tíma eða þar til þurrkaðir.
mbl.is/Park Feierbach
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert