Grilluð pizza með hvítlaukssmjöri

Það er algjörlega sturlað að setja hvítlaukssmjör á grillaða pizzu.
Það er algjörlega sturlað að setja hvítlaukssmjör á grillaða pizzu. mbl.is/Howsweeteats.com

Hvítlaukssmjör með kryddjurtum er alveg truflað á grillaða pizzu. Í þessu tilviki þarf ekkert að raða áleggjunum ofan á hvort annað þegar þetta smjör er til staðar.

Grilluð pizza með hvítlaukssmjöri

  • 1 bolli heitt vatn
  • Þurrger
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2,5 bolli hveiti
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • 1 tsk. salt
  • 3 íslenskir úrvalstómatar, skornir í þunnar sneiðar
  • Flögusalt
  • Ferskar jurtir

Hvítlaukssmjör:

  • 6 msk. ósaltað smjör
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 2 msk. basilika, söxuð
  • 2 msk. steinselja, söxuð
  • 1 msk. oregano, saxað
  • 1 msk. graslaukur, saxaður
  • 1 tsk. dill, saxað
  • 1 tsk. rósmarín, saxað
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið vatn í skál og leysið upp gerið. Bætið við hunangi og ólífuolíu og blandið saman með skeið. Látið standa í 10 mínútur.
  2. Bætið við 2½ bolla af hveiti, hvítlaukssalti, salti og hrærið saman. Deigið á að vera pínu klístrað. Notið hendurnar og formið deigið í kúlu. Bætið við ½ bolla af hveiti og hnoðið áfram. Smyrjið skálina sem deigið var í með ólífuolíu að innan og leggið deigið aftur ofan í. Setjið hreint viskastykki yfir og látið standa við stofuhita í 1-1½ tíma.
  3. Leggið deigið á hveitilagt borðið. Fletjið deigið út og leggið aftur viskastykkið yfir deigið.
  4. Setjið deigið á pizzastein sem má fara á grillið og penslið deigið með ólífuolíu. Leggið pizzasteininn á grillið eða deigið beint á grillið – en slökkvið þá á hiturunum beint undir grillinu svo að botninn brenni ekki. Lokið grillinu og látið pizzubotninn sitja í 3-5 mínútur. Snúið þá botninum við og grillið á hinni hliðinni í 2-3 mínútur til viðbótar.
  5. Takið deigið af grillinu og setjið hvítlaukssmjörið strax ofan á, þannig að það bráðni um leið. Setjið tómatsneiðarnar yfir og stráið flögusalti yfir ásamt kryddjurtum að eigin vali.

Hvítlaukssmjör:

  1. Hrærið saman mjúku smjöri, hvítlauk, jurtum og salti. Má geyma í ísskáp.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert