Geggjuð kjúklingasúpa sem klikkar ekki

Ein alveg brjálæðislega bragðgóð súpa hér á ferð.
Ein alveg brjálæðislega bragðgóð súpa hér á ferð. mbl.is/Skovdal Nordic

Hér bjóðum við upp á einstaklega bragðgóða sveppasúpu með kjúkling og serrano skinku. Þessi er ekki einungis bragðgóð því hún er líka holl.

Rjómasveppasúpa með kjúkling

  • 200 g blandaðir sveppir
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • ½ tsk. timían
  • 3 dl grænmetiskraftur
  • 1 dl mjólk
  • ½ dl rjómi
  • 200 g kjúklingur
  • 50 g serrano skinka
  • Salt og pipar
  • 50 g sykurbaunir

Annað:

  • Snittubrauð
  • 25 g rifinn ostur
  • Timían

Aðferð:

  1. Hreinsið sveppina og skerið í litla bita. Steikið þá létt í potti upp úr olíu ásamt hvítlauk og timían. Takið um helming af sveppunum til hliðar og látið restina malla áfram í pottinum ásamt krafti og mjólk í 5-10 mínútur.
  2. Hellið sveppablöndunni úr pottinum í matvinnsluvél eða undir töfrasprota og maukið. Hellið svo aftur yfir í pottinn og látið malla undir loki. Bætið rjómanum út í pottinn.
  3. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til tilbúinn.
  4. Skerið serrano skinkuna í litla teninga og steikið ásamt kjúklingnum sirka síðustu 5 mínúturnar á pönnunni.
  5. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og skerið í munnbita. Setjið kjúklinginn út í súpuna ásamt skinkunni og sveppunum sem lagðir voru til hliðar.
  6. Skerið brauðið í sneiðar og setjið rifinn ost yfir 4 brauðsneiðar. Bakið í ofni við 200° í 10-15 mínútur þar til gyllt og osturinn er bráðnaður.
  7. Skerið sykurbaunirnar á ská í fínar ræmur og setjið í súpuna rétt áður en hún er borin fram.
  8. Berið súpuna fram með gratineruðu brauði og skreytið með timían. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert