Frábær kjúklingasúpa með kókos og grjónum

Kókos og kjúklingur saman er alveg himneskt.
Kókos og kjúklingur saman er alveg himneskt. mbl.is/Line Falk

Gjörið svo vel að smakka þessa frábæru kjúklingasúpu með hrísgrjónum og pak choi eða blaðkáli. Þetta salatkál er oft notað í kínverskum réttum og er skylt vestrænu káli og næpu. Ef það reynist erfitt að nálgast pak choi má alveg nota hvítkál í þennan rétt.

Frábær kjúklingasúpa með kókos og grjónum

  • 1 skallotlaukur
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 5 cm ferskt engifer
  • 1 rautt chili
  • 250 g sveppir
  • 1 msk. olía
  • 6 dl kjúklingakraftur
  • 400 g kjúklingabringur frá Ali
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)

Bak-choi:

  • Bak choi salat
  • Vorlaukur
  • 2 msk sesamfræ
  • Olía

Annað:

  • 4 dl hrisgrjón

Aðferð:

  1. Skerið lauk og hvítlauk smátt. Skerið engifer og chili smátt. Skerið sveppi í bita. Steikið lauk, hvítlauk, engifer og chili upp úr olíu í potti í 3 mínútur. Bætið sveppinum út í og steikið áfram við háan hita þar til sveppirnir „falla sama“. Bætið krafti út í og látið suðuna koma upp – lækkið þá undir og látið malla.
  2. Skerið kjúklinginn í litla bita og látið hann sjóða með súpunni í 10 mínútur. Bætið þá kókosmjólk út í og látið malla áfram í aðrar 10 mínútur.
  3. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  4. Skerið pak choi (kálið) í bita og skerið vorlaukinn smátt. Steikið kál og lauk ásamt sesamfræjum upp úr olíu á heitir pönnu í 5 mínútur eða þar til kálið „fellur saman“.
  5. Berið fram súpu með hrísgrjónum og steiktu pak choi. 
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert