Hér er uppskrift að einstaklega bragðgóðum marsípanstöngum með kaffinu. Þessar eru hjúpaðar hvítu súkkulaði og með lakkrís.
Marsípanstangir með lakkrís og súkkulaði
- 200 g marsípan
- 30 g safi úr ástaraldin
- 100 g hvítt súkkulaði
- ½ tsk. lakkrísduft
Skraut:
- 100 g hvítt súkkulaði
- 1 tsk. frostþurrkað ástaraldinduft
- 1 tsk. lakkrísduft
Aðferð:
- Rífið marsípanið gróflega og setjið í skál.
- Bætið ástaraldinsafanum saman við og blandið vel saman. Setjið í kæli í 1 tíma.
- Bræðið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði og smakkið til með lakkrísdufti.
- Formið stangir úr marsípanmassanum eða notið smákökuform til að búa til litlar fígúrur.
- Dýfið marsípaninu í súkkulaðið og skreytið með ástaraldin duftinu og lakkrísdufti.