Nýbakað bananabrauð með rabarbara

Rabbarbarinn er að gefa brauðinu alveg nýtt bragð.
Rabbarbarinn er að gefa brauðinu alveg nýtt bragð. mbl.is/Søren Staun/Rabarber

Hér bjóðum við upp á alveg frábæra uppskrift að bananabrauði – mjúkt og bragðgott með rabarbara á toppnum. Þessi samsetning kemur skemmtilega á óvart.

Nýbakað bananabrauð með rabarbara

  • 5 litlir rabarbarastilkar
  • 200 g smjör
  • 120 g sykur
  • 200 g púðursykur
  • 2 egg
  • 4-5 þroskaðir bananar
  • 1 dl mjólk
  • 200 g hveiti
  • 100 g heilhveiti
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 50 g möndlur

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og blandið saman við sykur og púðursykur. Bætið við eggjum. Maukið bananana og blandið saman við.
  2. Blandið saman báðum hveitunum, vanillusykri og lyftidufti og veltið því upp úr bananablöndunni.
  3. Hakkið súkkulaði og möndlur gróflega og bætið út í deigið og hellið deiginu í form.
  4. Skerið rabarbarann þannig að hann passi í formið. Ýtið nokkrum ofan í deigið og leggið aðra ofan á.
  5. Bakið í ofni við 180°C í 50 mínútur. Stingið í brauðið með prjóni til að athuga hvort það sé tilbúið áður en þið takið það úr ofni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert