Okkur hefur öll dreymt um að komast í svona hús þegar við vorum yngri. Við erum að tala um að gleyma næstu ferð í Disneyland og stefna hingað í staðinn.
Sælgætislaga hús eða búgarður öllu heldur er til leigu í Flórída, nánar í Mount Dora. Húsið geymir hvorki meira né minna en 10 svefnherbergi sem eru öll í sykruðu þema. Eitt ber heitið „Lolly Pop“ þar sem þú hoppar beint fram úr rúminu í hálgert boltaland. Og annað heitir „Hubba Bubba“ sem er bleikt fyrir allan peninginn.
Svo ef þú og fjölskyldan eru sannkallaðir sykurpinnar – þá er þetta staðurinn sem þið verðið að fara á. Því þetta er ekkert venjulegt hús. Hér er bíó, karíokí bar, mini-gólf völlur og spilakassar. Það vill svo til að sundlaug er einnig í garðinum í laginu eins og ís, þar sem rauða berið á toppnum er heitur pottur. Rennibraut liggur í laugina og risastór Hershey´s súkkulaðisósa sem gosbrunnur.
Nóttin kostar einar 1.222 dollara á Airbnb, sem er aðeins meira en buddan ræður við. En húsið rúmar 52 manns, svo kannski er spurning um að safna stórfjölskyldunni saman og vininum og splitta kostnaðinum?