Er þetta sturlað eða stórkostlegt?

Halló draumafrí!
Halló draumafrí! mbl.is/Airbnb/Andrew

Okkur hefur öll dreymt  um að komast í svona hús þegar við vorum yngri. Við erum að tala um að gleyma næstu ferð í Disneyland og stefna hingað í staðinn.

Sælgætislaga hús eða búgarður öllu heldur er til leigu í Flórída, nánar í Mount Dora. Húsið geymir hvorki meira né minna en 10 svefnherbergi sem eru öll í sykruðu þema. Eitt ber heitið „Lolly Pop“ þar sem þú hoppar beint fram úr rúminu í hálgert boltaland. Og annað heitir „Hubba Bubba“ sem er bleikt fyrir allan peninginn.

Svo ef þú og fjölskyldan eru sannkallaðir sykurpinnar – þá er þetta staðurinn sem þið verðið að fara á. Því þetta er ekkert venjulegt hús. Hér er bíó, karíokí bar, mini-gólf völlur og spilakassar. Það vill svo til að sundlaug er einnig í garðinum í laginu eins og ís, þar sem rauða berið á toppnum er heitur pottur. Rennibraut liggur í laugina og risastór Hershey´s súkkulaðisósa sem gosbrunnur.

Nóttin kostar einar 1.222 dollara á Airbnb, sem er aðeins meira en buddan ræður við. En húsið rúmar 52 manns, svo kannski er spurning um að safna stórfjölskyldunni saman og vininum og splitta kostnaðinum?

Hvaða barni langar ekki til að vakna og hoppa beint …
Hvaða barni langar ekki til að vakna og hoppa beint niður úr rúminu í boltaland? mbl.is/Airbnb/Andrew
Pant vera í þessu herbergi!
Pant vera í þessu herbergi! mbl.is/Airbnb/Andrew
Sundlaugin er ekki af verri endanum.
Sundlaugin er ekki af verri endanum. mbl.is/Airbnb/Andrew
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert