Sætasta snakkið – samt ekki sætt

Radísusnakk er alveg stórkostlegt eitt og sér og líka með …
Radísusnakk er alveg stórkostlegt eitt og sér og líka með öðrum mat. mbl.is/Missmarzipan.com

Ofnbakaðar radísur eru algjört sælgæti og eru fullkomið snakk eða sem viðbót við annan mat. Hér eru radísurnar ristaðar í ofni með dassi af kryddi sem gefa þeim nýtt bragð.

Sætasta snakkið – samt ekki sætt

  • Litlar radísur
  • Ólífuolía
  • Papríkukrydd
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C á blæstri.
  2. Skerið radísurnar í þunnar sneiðar með mandolín járni.
  3. Setjið radísurnar í skál og veltið upp úr ólífuolíu (sirka 1-2 msk.).
  4. Leggið radísurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og stráið salti og papríkukryddii yfir og smávegis af pipar.
  5. Bakið í 10 mínútur og lækkið þá hitann niður í 100° og bakið áfram í 15 mínútur. Fylgist með radísunum og snúið við eftir þörfum ef þér finnst þær verða of dökkar.
  6. Leyfið radísunum að kólna á bökunarplötunni.
  7. Borðið radísuflögurnar eins og þær eru eða myljið þær yfir rótargrænmeti, eggjahræru, súpu, salat eða það sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert