Hamborgari með svívirðilega góðu meðlæti

Góðan borgara má vel setja í sparifötin og bjóða upp …
Góðan borgara má vel setja í sparifötin og bjóða upp á í næsta matarboði. mbl.is/Columbus Leth

Það má svo sannarlega setja klassískan hamborgara  í sparifötin og bjóða gestum í mat. Þessi geggjaði borgari er með hrásalati, chilimajónesi og sultuðum rauðlauk.

Geggjaður hamborgari með hrásalati og chilimajó

  • 600 g nautahakk
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía

Sultaður laukur:

  • 2 rauðlaukar
  • 1 dl sykur
  • 1 dl edik
  • ½ dl vatn

Hrásalat:

  • 2 msk. Hellmanns majónes
  • 1 msk. edik
  • 1 tsk. sykur
  • ½ hvítkál
  • 200 g gulrætur
  • Salt og pipar

Chilimajónes:

  • 4 msk. Hellmanns majónes
  • 1,5 tsk. sambal oelek
  • Salt

Annað:

  • 4 hamborgarabrauð
  • Salat

Aðferð:

Sultaður laukur:

  1. Skerið laukinn í litla báta og setjið í krukku. Takið fram pott og hitið sykur, edik og vatn saman að suðu í 2 mínútur. Hellið því næst yfir laukinn í krukkunni og setjið lokið á. Kælið í minnsta kosti 1 tíma eða yfir nótt.

Hrásalat:

  1. Hrærið majónesi, edik og sykri saman. Saxið hvítkálið smátt. Skrælið og rífið gulræturnar gróflega og veltið þeim ásamt kálinu upp úr majó-dressingunni. Kryddið með salti og pipar. Látið standa í kæli.

Chilimajónes:

  1. Hrærið majónesi og samal oelek saman og kryddið með salti.

Hamborgarar:

  1. Formið hakkið í 4 jöfn buff og kryddið með salti og pipar. Steikið upp úr olíu á pönnu í 3-5 mínútur á hvorri hlið.

Samsetning:

  1. Hitið brauðið. Skerið salatið niður. Smyrjið brauðbollurnar með chilimajónesi og setjið á þær salat, buff, hrásalat og sultaðan rauðlauk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert