Vöfflur með reyktum lax

Þegar þú ert til í að prófa eitthvað nýtt!
Þegar þú ert til í að prófa eitthvað nýtt! mbl.is/Columbus Leth

Próf­um eitt­hvað nýtt! Nú köst­um við okk­ur út í vöfflu­bakst­ur og ber­um þær fram með fersk­um laxi og al­fa­spír­um.

Vöfflur með reyktum lax

Vista Prenta

Vöffl­ur með reykt­um lax

  • 100 g spínat
  • 3 egg
  • 3 dl mjólk
  • 300 g hveiti
  • 1 msk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • Pip­ar
  • 125 g smjör

Annað:

  • 1 bakki al­fa­spír­ur
  • 300 g reykt­ur lax í skíf­um
  • 1,5 dll sýrður rjómi
  • Ferskt dill

Aðferð:

  1. Blandið spínati, eggi og mjólk sam­an í bland­ara. Bætið hveiti út í ásamt lyfti­dufti, salti og pip­ar.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að brún­ast. Hellið svo smjör­inu út í spínatblönd­una og látið deigið hvíla í 20 mín­út­ur.
  3. Bakið vöffl­urn­ar í vöfflu­járni.
  4. Berið nýbakaðar vöffl­ur fram með reykt­um laxi, sýrðum rjóma, al­fa­spír­um og dilli.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert