Svona færðu rennislétt rúmlak

Það jafnast ekkert á við nýtt lén á rúminu.
Það jafnast ekkert á við nýtt lén á rúminu. mbl.is/iStockphoto

Við getum flest öll verið sammála um það hversu dásamlegt er að leggjast niður eftir daginn og sofna vel í góðu rúmi. En það er ekki bara rúmdýnan sem skiptir þar höfuðmáli, heldur líka sængin, koddinn og ekki síst rúmfötin og lakið.

En hvernig náum við rennisléttu og mjúku laki sem hjálpar okkur að detta betur inn í draumalandið? Þá án þess að taka upp straujárnið.

  1. Þvoðu lakið og settu í þurrara eða hengdu upp á snúru.
  2. Þegar lakið er orðið rakt (alls ekki blautt), skaltu setja það á dýnuna.
  3. Sjáðu til þess að strekkja vel á lakinu til að sléttist sem best úr krumpunum.
  4. Bíddu í 10-20 mínútur með að setja sængur og kodda aftur í rúmið þar til lakið er orðið alveg þurrt og þú munt sofa vel í nótt. 
mbl.is/iStockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert