Þegar grillaðar ferskjur verða stjarnan í partíinu

Grillaðar ferskjur eru að koma stórskemmtilega á óvart. Hér á …
Grillaðar ferskjur eru að koma stórskemmtilega á óvart. Hér á grilluðu baguette brauði með basil-smjöri. mbl.is/Howsweeteats.com

Hafið þið prófað að grilla ferskjur og setja ofan á brauð? Það er alveg sturlað gott og hlýtur alla þá athygli sem hugsast getur hjá þeim sem prófa. Hér er uppskrift að grilluðum ferskjum á baguette brauði með basil-smjöri.

Þegar grillaðar ferskjur verða stjarnan í partíinu

  • 90 g pancetta (má nota beikon)
  • ⅓ bolli ósaltað smjör, mjúkt
  • 3 msk fersk basilika, söxuð
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • Salt
  • 1 stórt baguette brauð
  • 3 ferskjur, skornar í helming og steinninn fjarlægður
  • 1 kúla burrata ostur
  • Fersk basilika til að skreyta

Aðferð:

  1. Hitið grillið á hæsta hita.
  2. Hitið pönnu á meðal hita og setjið pancetta út á. Steikið þar til stökkt. Leggið á eldhúspappír og leyfið fitunni að leka af.
  3. Hrærið saman í skál, smjör, ferskri basiliku, hvítlauk og salti. Skerið baguette brauðið í sneiðar og smyrjið smjörinu á brauðið (má alveg smyrja báðum megin ef vill). Leggið sneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu.
  4. Skerið ferskjurnar til helminga og fjarlægið steininn. Penslið með ólífuolíu og saltið og piprið. Leggið þær einnig á bökunarplötuna og takið með út á grillið.
  5. Leggið ferskjurnar með skornu hliðina á grillið í 4-5 mínútur og snúið svo við og grillið áfram í 1-2 mínútur.
  6. Á meðan ferskjurnar eru á grillinu, leggið þá brauðið þar líka. Brauðið þarf ekki nema 1-2 mínútur og munið að snúa.
  7. Leggið aftur brauð og ferskjur á bökunarplötuna og farið með inn.
  8. Skerið ferskurnar í sneiðar þegar þær hafa kólnað örlítið.
  9. Togið burrata ostinn í sundur og leggið ofan á hverja brauðsneið. Toppið með grillaðri ferskju og pancetta. Stráið ferskri basiliku yfir og berið strax fram.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka