Stórkostlegir skinkumánar

Skinkumánar er fullkomnir að eiga í frysti fyrir svanga skólakrakka.
Skinkumánar er fullkomnir að eiga í frysti fyrir svanga skólakrakka. mbl.is/Tia Borgsmidt

Skinkumánar er sívinsælir og það er gargandi snilld að eiga slíka alltaf til í frysti. Þá er upplagt að taka nokkur stykki út úr frysti að morgni og láta þiðna á borði þar til krakkaskarinn kemur heim úr skólanum – svangir að vanda.

Stórkostlegir skinkumánar (30 stk)

  • 25 g ger
  • 4 dl volgt vatn
  • 2 tsk. salt
  • 120 g durum heilhveiti
  • 450 g hveiti

Annað:

  • 1,5 dl pizzasósa
  • 150 g reykt skinka
  • 100 g rifinn pizzaostr
  • Oregano
  • Ólífuolía
  • 1 egg til penslunar

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatninu. Bætið öðrum hráefnum út í.
  2. Hnoðið deigið þar til það verður slétt og fínt. Látið hefast í 1 tíma.
  3. Skiptið deiginu upp í 30 stk og þrýstið þeim út í flata hringi.
  4. Smyrjið pizzasósunni á og dreifið saxaðri skinku og osti yfir. Stráið oregano og dreypið smá olíu yfir.
  5. Brjótið saman í hálfmána og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  6. Penslið með eggi og stráið oregono yfir.
  7. Bakið í ofni við 225° í 12-15 míntúr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert