Hver hefur ekki bakað bollur sem enda á að verða pínu harðar og við skiljum ekkert hvað fór úrskeiðis? Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga næst er við setjum á okkur svuntuna og byrjum að baka.
Píska egg of lengi
Ef þú pískar egg of lengi byrja þau að skilja sig og það viljum við ekki. Hættu að píska þegar massinn er orðinn krem- og loftkenndur, og mjallhvítur.
Klikka á gerinu
Þegar þú leysir ger upp í vatni á það að vera um 35 gráðu heitt. Passið hitann! Ef vatnið er of heitt missir þú virknina í gerinu og ef vatnið er of kalt getur það tekið of langan tíma fyrir gerið að virka. Þar fyrir utan má aldrei setja salt saman við ger áður en þú setur hveiti.
Þú hnoðar of lítið
Ef þú hnoðar ekki deigið nægilega mikið nær gerið ekki að byrja að virka og það getur gert brauðið þitt hart. Ef þú hnoðar deigið nægilega mikið mun það verða mjúkt og teygjast vel á því.
Láta hefast of lengi
Það er mjög mikilvægt að fylgja uppskriftinni og þeim tíma sem þar er gefinn upp. Ef þú lætur deig hefast of lengi áttu á hættu að það hefist of mikið þar til það fellur saman og brauðið verður hart að lokum.
Að baka grófara brauð
Durum og rúghveiti eru þyngri en venjulegt hveiti sem þýðir að deigið þarf meiri tíma en vani er til að hefast, því gerið á erfiðara með að vinna í þyngri hveitigerðum.