Hversdagssalat sem heldur þér í formi

Litríkt og hollt - og líka gott.
Litríkt og hollt - og líka gott. mbl.is/Anders Schønnemann

Þú færð ekkert samviskubit er þú borðar þetta salat. Fullkomið hversdagssalat á annasömum degi sem heldur línunum í lagi. Uppskriftin er miðuð fyrir 2 en auðvelt að bæta við ef fleiri sitja við borðið.

Hversdagssalat sem heldur þér í formi

  • 2 kjúklingabringur frá Ali
  • salt og pipar
  • 400 g soðnar kartöflur
  • hjartasalat - eða hvernig salat sem þú vilt
  • 8 radísur
  • 1 agúrka
  • 1 bakki karsi - ef þú finnur hann. Annars nær það ekki lengra.

Dressing:

  • 1 dl súrmjólk
  • 1 msk. majónes
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 6-8 dropar tabasco
  • salt

Aðferð:

  1. Steikið bringurnar upp úr olíu á pönnu og kryddið með salti og pipar.
  2. Skerið kartöflurnar í munnbita.
  3. Skerið salatblöðin í langar ræmur og radísurnar í litla báta. Skerið gúrkuna í þunnar skífur og klippið karsann.
  4. Dressing: Hrærið saman súrmjólk, majónesi og sítrónusafa. Smakkið til með tabasco og salti. Dreyfið smáveigis af karsa yfir.
  5. Berið fram kjúkling með salti, gúrku, radísum og karsa. Kryddið með salti og pipar og toppið með dressingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka