Má ekki líkja kökum við góðan draum? Þessi er í það minnsta algjör draumur – möndlubotn með fullt af ferskum berjum og flauelsmjúkum rabarbararjóma.
Marengsdraumur með rabarbararjóma (fyrir 6)
- 4½ eggjahvítur
- 200 g sykur
- 200 g möndlur
Rabarbararjómi:
- 300 g rabarbari
- 160 g sykur
- 1 msk. kartöflumjöl
- 1 vanillustöng
- ½ L rjómi
Skraut:
- 500 g blönduð ber, bláber, hindber og jarðarber
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175°C.
- Pískið eggjahvíturnar og bætið sykrinum út í. Pískið alveg stífar.
- Hakkið möndlurnar fínt og setjið út í eggjahvíturnar.
- Setjið massann í hringlaga form (26-28 cm) klætt bökunarpappír. Bakið í 20-25 mínútur og látið kólna.
- Skerið rabarbarann í 2 cm stóra bita og raðið þeim í eldfast mót klætt bökunarpappír.
- Dreyfið sykri, kartöflumjöli og vanillukornum yfir rabarbarann og leggið sjálfa vanillustöngina með í formið. Bakið í ofni í 20 mínútur.
- Látið rabarbarann kólna og fjarlægið vanillustöngina. Hrærið rabarbarann saman í massann.
- Þeytið rjómann og setjið rabarbaramassann út í. Smyrjið rjómanum yfir möndlubotninn og skreytið með ferskum berjum.