Klassísk kjúklingauppskrift með tvisti! Hér er kjúklingurinn steiktur með appelsínu og borinn fram með ofnbökuðum gulrótum. Hollari útgáfa af annars frábærum kjúklingarétti.
Holla útgáfan af helgarkjúllanum (fyrir 2)
- 2 kjúklingabringur
- 1 stórt hvítlauksrif
- Salt og pipar
- 2 tsk. hunang
- 1 tsk. ólífuolía
- 2 appelsínubátar
- Ferskt rósmarín
- 600 g gulrætur
- ½ tsk. ólífuolía til penslunar
Aðferð:
- Skerið gulræturnar þvert yfir í skífur, þó án þess að fara alla leið í gegn. Penslið þær með ólífuolíu og saltið og piprið – jafnvel setja smá rósmarín. Leggið gulræturnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið við 200° á blæstri í 30 mínútur.
- Nuddið kjúklinginn með hvítlauk ásamt hunangi og saltið og piprið. Steikið kjúklinginn á pönnu ásamt appelsínubátunum í 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til eldaður í gegn.
- Stráið rósmaríni yfir kjúklinginn og berið fram með ofnbökuðum gulrótum.