Holla útgáfan af helgarkjúllanum

Hollur og góður kjúklingaréttur og við losnum við allt samviskubit.
Hollur og góður kjúklingaréttur og við losnum við allt samviskubit. mbl.is/Maria Warnke Nørregaard

Klassísk kjúklingauppskrift með tvisti! Hér er kjúklingurinn steiktur með appelsínu og borinn fram með ofnbökuðum gulrótum. Hollari útgáfa af annars frábærum kjúklingarétti.

Holla útgáfan af helgarkjúllanum (fyrir 2)

  • 2 kjúklingabringur
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. hunang
  • 1 tsk. ólífuolía
  • 2 appelsínubátar
  • Ferskt rósmarín
  • 600 g gulrætur
  • ½ tsk. ólífuolía til penslunar

Aðferð:

  1. Skerið gulræturnar þvert yfir í skífur, þó án þess að fara alla leið í gegn. Penslið þær með ólífuolíu og saltið og piprið – jafnvel setja smá rósmarín. Leggið gulræturnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið við 200° á blæstri í 30 mínútur.
  2. Nuddið kjúklinginn með hvítlauk ásamt hunangi og saltið og piprið. Steikið kjúklinginn á pönnu ásamt appelsínubátunum í 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til eldaður í gegn.
  3. Stráið rósmaríni yfir kjúklinginn og berið fram með ofnbökuðum gulrótum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka