Heimsins besta lasagne

Thinkstock / Getty Images

Lasagne er réttur sem allir elska. Lasagne er réttur sem þú auðveldlega getur „skreytt“ að meistaramat og boðið upp á í næsta matarboði. Hér er nýrifið múskat, mascarponeostur og beikon að blandast saman í eitthvað stórkostlegt.

Heimsins besta lasagne (fyrir6-8)

  • 2 laukar
  • 2 sellerístilkar
  • 2 gulrætur
  • ólífuolía
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 500 g nautakjöt
  • 50 g beikon
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 dl kraftur
  • 3 msk. tómatpúrra
  • salt og pipar
  • 2 tsk. oregano
  • 1 tsk. timían
  • lasagneplötur
  • rifinn ostur

Bechamelsósa:

  • 25 g smjör
  • 2,5 msk hveiti
  • 5 dl léttmjólk, hituð að suðu
  • salt og pipar
  • nýrifið múskat
  • 150 g rifinn ostur
  • 200 g mascarponeostur
  • 3-4 msk. sesamfræ

Aðferð:

  1. Saxið lauk, sellerí og gulrætur smátt og steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið hvítlauknum út í.
  2. Setjið beikonbita og nautahakk á pönnuna og þegar það hefur brúnast, bætið þá við tómötum úr dós, tómatpúrru, oreganó, timían og krafti.
  3. Látið suðuna koma upp og látið malla undir loki í 30 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Smyrjið eldfast mót og leggið lasagneplötur í botninn. Leggið kjötsósu yfir og því næst bechamelsósu. Stráið rifnum osti yfir og endurtakið. Endið á bechamelsósu og rifnum osti.
  5. Setjið inn í ofn á 200°C í 30 mínútur. Berið fram með salati og hvítlauksbrauði.

Bechamelsósa:

  1. Hitið mjólk í potti ásamt hveitinu að suðu. Bætið ostunum út í og rífið múskat yfir. Saltið, piprið og stráið sesamfræjum út í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert