Heimsins besta lasagne

Thinkstock / Getty Images

Lasagne er rétt­ur sem all­ir elska. Lasagne er rétt­ur sem þú auðveld­lega get­ur „skreytt“ að meist­aramat og boðið upp á í næsta mat­ar­boði. Hér er nýrifið múskat, mascarpo­neost­ur og bei­kon að bland­ast sam­an í eitt­hvað stór­kost­legt.

Heimsins besta lasagne

Vista Prenta

Heims­ins besta lasagne (fyr­ir6-8)

  • 2 lauk­ar
  • 2 sell­e­rístilk­ar
  • 2 gul­ræt­ur
  • ólífu­olía
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 500 g nauta­kjöt
  • 50 g bei­kon
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 2 dl kraft­ur
  • 3 msk. tóm­at­púrra
  • salt og pip­ar
  • 2 tsk. or­egano
  • 1 tsk. timí­an
  • lasagne­plöt­ur
  • rif­inn ost­ur

Bechamelsósa:

  • 25 g smjör
  • 2,5 msk hveiti
  • 5 dl létt­mjólk, hituð að suðu
  • salt og pip­ar
  • nýrifið múskat
  • 150 g rif­inn ost­ur
  • 200 g mascarpo­neost­ur
  • 3-4 msk. ses­am­fræ

Aðferð:

  1. Saxið lauk, sell­e­rí og gul­ræt­ur smátt og steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið hvít­laukn­um út í.
  2. Setjið bei­kon­bita og nauta­hakk á pönn­una og þegar það hef­ur brún­ast, bætið þá við tómöt­um úr dós, tóm­at­púrru, or­eg­anó, timí­an og krafti.
  3. Látið suðuna koma upp og látið malla und­ir loki í 30 mín­út­ur. Smakkið til með salti og pip­ar.
  4. Smyrjið eld­fast mót og leggið lasagne­plöt­ur í botn­inn. Leggið kjötsósu yfir og því næst bechamelsósu. Stráið rifn­um osti yfir og end­ur­takið. Endið á bechamelsósu og rifn­um osti.
  5. Setjið inn í ofn á 200°C í 30 mín­út­ur. Berið fram með sal­ati og hvít­lauks­brauði.

Bechamelsósa:

  1. Hitið mjólk í potti ásamt hveit­inu að suðu. Bætið ost­un­um út í og rífið múskat yfir. Saltið, piprið og stráið ses­am­fræj­um út í.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert