Thank you for Rosé – heitir bókin sem kom út nú á dögunum og inniheldur 50 girnilegar kokteiluppskriftir sem allar innihalda rósavín.
Síðastliðið vor var haldin hátíð í Kaupmannahöfn þar sem gestir gátu borgað sig inn í tvo klukkutíma og smakkað yfir 100 mismunandi tegundir af rósavíni sem þar voru á boðstólum. Aðstandendur hátíðarinnar, sem elska rósavín, hafa nú gefið út bókina Thank you for Rosé.
Bókin er til heiðurs rósavíni, kokteilum og minningunum sem fylgja því að fá sér einn eða tvo drykki með góðum vinum. Hér er að finna 50 mismunandi uppskriftir sem allar innihalda rósavín og eru í auðveldari kantinum – nokkuð sem allir geta reitt fram í eldhúsinu.
Og þó að þú sért ekki mikið fyrir kokteila þá eru myndirnar og bókin sjálf svo falleg að hún er vel þess virði að eiga.