Pönnusteiktar ketópylsur með avókadóeggjasalati

mbl.is/

Nú er hægt að kaupa pylsur án hveitis, kartöflumjöls og sykurs og því ber svo sannarlega að fagna. Það eru í raun margar tegundir án þessara óæskilegu aukaefna og lykillinn er að lesa aftan á umbúðirnar. Kolvetnainnihaldið ætti að vera frá 0-3 g að hámarki.

Fyrir 2 | 7 g af kolvetnum | Eldunartími: 15 mínútur

Þú þarft að eiga: Smjör, svartan pipar og gróft salt

Að gera: Settu upp pott með sjóðandi vatni

Pönnusteiktar ketópylsur með avókadóeggjasalati

  • 4 pylsur, fleiri ef þær eru minni, miða við 175 g á mann
  • 2 harðsoðin egg
  • 2 avókadó
  • 2 msk. majónes
  • 1 msk. ólífuolía
  • ¼ rauðlaukur
  • ½ búnt fersk steinselja, söxuð smátt

SVONA GERIR ÞÚ:

1. Settu eggin í sjóðandi vatn í 8 mínútur og kældu þau svo vel á eftir. Skerðu avókadó í millistóra bita og rauðlauk smátt.

2. Skerðu nokkrar rákir í pylsurnar og steiktu þær í klípu af smjöri þar til þær eru vel brúnaðar. Lækkaðu hitann og haltu þeim volgum meðan þú klárar salatið.

3. Blandaðu saman majónesi, olíu, vel af svörtum pipar og góðri klípu af salti. Hrærðu allt vel saman og bættu í þetta avókadó, rauðlauk og eggjum sem þú saxar gróft. Berðu salatið fram með pylsunum.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert