Hversu oft ætli við höfum opnað snakkpoka sem við náum ekki að klára og strax daginn eftir er það orðið seigt og ógirnilegt? Við munum aldrei aftur lenda í þessari klemmu með því allra nýjasta sem finna má á Amazon í dag.
Það er lítið og krúttlegt sléttujárn eða „heat bag sealer“ sem mun koma til bjargar þegar við viljum loka pokum utan af snakki eða öðrum matvælum sem skemmast fljótt eftir að hafa verið opnaðir. Hvern hefði grunað það!
Járnið kemur í þremur litum; bleiku, gulu og mintugrænu, og þarf að stinga í samband. Því fylgir lítil taska til að taka það með á milli staða. Við erum sannfærð um að þetta sé þarfur óþarfi sem gaman væri að eiga. Járnið er til sölu á Amazon á litlar 2.000 krónur og má finna HÉR.