Meðlætið sem tryllir mannskapinn

Marineraður og ofnbakaður lax mun engan svíkja.
Marineraður og ofnbakaður lax mun engan svíkja. mbl.is/Winnie Methmann / femina.dk

Það þarf ekki mikið til að töfra fram stórkostlegan fiskrétt sem slær í gegn. Hér er hann marineraður í hálftíma en má gjarnan liggja í gljáanum í allt að sólarhring fyrir matreiðslu. Gljáður lax með ofnbökuðu grænmeti – gjörið svo vel!

Gljáður lax með ofnbökuðum gulrótum (fyrir 4)

  • 800 g lax
  • 3 msk. ahornsíróp
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 tsk dijonsinnep
  • ½ sítróna
  • handfylli ferskt rósmarín

Bakaðar gulrætur:

  • 1 kg gulrætur
  • 2 msk. ólífuolía
  • salt og pipar
  • ½ dl möndlur
  • 50 g ferskur geitaostur
  • 50 g rucola

Aðferð:

  1. Leggið laxinn í smurt eldfast mót. Pískið saman síróp, olíu, sinnep, pressaðan sítrónusafa, rifinn sítrónubörk og smátt saxað rósmarín. Smyrjið blöndunni yfir laxinn og setjið í kæli í 30 mínútur (eða allt að 24 tíma).
  2. Bakið laxinn í ofni í 10 mínútur á sama tíma og gulræturnar. Takið eldfasta mótið út og penslið laxinn með marineringunni sem hefur lekið á botninn. Bakið áfram í 10 mínútur og berið fram með bökuðum gulrótum.

Bakaðar gulrætur:

  1. Hitið ofninn á 175°C. Skrælið gulræturnar, skerið þær í strimla og leggið í eldfast mót. Veltið þeim upp úr olíu og kryddið með salti og pipar. Bakið í ofni í 45 mínútur þar til mjúkar. Dreifið möndlum yfir og látið þær ristast í 5 mínútur til viðbótar. Myljið geitaostinn yfir gulræturnar og dreifið rucola yfir áður en borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert