Sjúklega ferskt gúrkumeðlæti

Brakandi ferskt gúrkumeðlæti sem hentar með öllum mat.
Brakandi ferskt gúrkumeðlæti sem hentar með öllum mat. mbl.is/Melanie Dueck / Therecipecritic.com

Al­gjör­lega frá­bært gúrkumeðlæti er hér á ferð, ferskt og hollt - eitt­hvað sem all­ir vilja. Hér um ræðir ferskt og hollt sal­at sem er full­kom­inn hliðardisk­ur með kjúk­lingi eða ann­ari steik.

Sjúklega ferskt gúrkumeðlæti

Vista Prenta

Sjúk­lega ferskt gúrkumeðlæti (fyr­ir 8)

  • 2 gúrk­ur skorn­ar í þunn­ar skíf­ur (jafn­vel með mandolín­járni)
  • ½ rauðlauk­ur, lít­ill og skor­inn í þunn­ar skíf­ur
  • ½ bolli hrein grísk jóg­úrt
  • 1 sítr­óna, börk­ur­inn rif­inn og saf­inn
  • 1 msk. ferskt dill, saxað
  • 1 hvít­lauksrif, marið
  • ½ tsk. kos­her salt
  • Pip­ar

Aðferð:

  1. Blandið sam­an grískri jóg­úrt, sítr­ónusafa, rifn­um sítr­ónu­berki, dilli, hvít­lauk, salti og pip­ar.
  2. Blandið gúrku, rauðlauk og jóg­úr­t­blönd­unni sam­an og berið fram.
Mel­anie Du­eck / Th­erecipec­ritic.com
Mel­anie Du­eck / Th­erecipec­ritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka