Eggjakaka sem bjargar deginum

Eggjakaka fellur seint úr gildi en þessi er með gúrme …
Eggjakaka fellur seint úr gildi en þessi er með gúrme hráefnum. mbl.is/Winnie Methmann

Stundum er þörfin það mikil í eggjaköku að við þurfum eina slíka til að starta deginum sem best. Þá er öllu tjaldað til og við notum serrano-skinku og sólþurrkaða tómata – ásamt kartöflum og parmesan.

Eggjakaka sem bjargar morgninum

  • 200 g nýjar kartöflur
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • salt og pipar
  • 2 tsk. oregano krydd
  • 1 msk. smjör
  • 50 g sólþurrkaðir tómatar
  • 60 g serrano-skinka
  • 30 g parmesan

Grænar baunir:

  • 125 g belgbaunir
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ msk. hvítvínsedik
  • alt og pipar
  • 20 g parmesan
  • handfylli basilikum
  • gott brauð

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Sjóðið kartöflurnar í 10-15 mínútur í léttsöltuðu vatni og skerið þær til helminga eftir.
  3. Pískið egg og mjólk saman og kryddið með salti, pipar og oregano.
  4. Hitið smjör á pönnu sem má fara inn í ofn og hellið eggjamassanum yfir. Dreifið kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og serranó-skinku á eggjablönduna og stráið nýrifnum parmesan yfir.
  5. Setjið pönnuna í ofn í 20 mínútur.
  6. Kælið örlítið og skreytið með ferskri basiliku.
  7. Berið eggjakökuna fram með grænum baunum og ristuðu rúgbrauði eða öðru góðu brauði.

Grænar baunir:

  1. Skolið baunirnar og klípið endana af. Steikið upp úr ólífuolíu. Dreypið ediki yfir og kryddið með salti og pipar. Setjið baunirnar í eldfast mót og stráið parmesan-flögum yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka